Snjöll WordPress Vefsíðugerð

Snjallar Vefsíður

Við vefsíðugerð þarf að hugsa út í marga þætti. Hvernig vefsíða lítur út veltur mikið á tækinu sem opnar síðuna. Vefsíða sem ætluð er tölvu og vafra er varla lesanleg í litlum farsíða. Allar vefsíður sem við hjá A2 Veflausnum smíðum eru svokallaðar “snjall-síður” þ.e.a.s. vefsíðan sjálf greinir hvaða tæki er verið að vafra í og birtir útlit vefsíðunnar í samræmi við það tæki. Hvort sem um er að ræða vinnutölvu, fartölvu, spjaldtölvu eða farsíma.

Þetta hentar sérstaklega vel þar sem u.þ.b. 60% vefsíðna eru opnaðar í farsímum eða spjaldtölvum á meðan tæplega 40% í tölvum.

WordPress Vefumsjónarkerfið.

Þegar hönnuð er vefsíða er notagildi hennar jafn mikilvægt og falleg hönnun og fagmannlegt útlit. Vefsíðurnar okkar eru smíðaðar fyrir WordPress vefumsjónarkerfið, sem er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi. Vegna vinsælda WordPress býðst notendum þess upp á flestar viðbætur, sértengingar og aðrar mögulegar útfærslur, t.d. Vefverslun, Netverslun, Bókunarkerfi eða tenging við samfélagsmiðla, athugasemdakerfi, “like” takki rekstur fréttabréfs eða póstlista og margt fleira.

WordPress Vefumsjónarkerfið er svo vinsælt vegna þess hvað viðmót þess er þægilegt og notandavænt. Það verður til þess, að hver sem er getur uppfært sína eigin vefsíðu, án mikillar þekkingar eða sérstakrar tölvukunnáttu.

WordPress vefumsjónarkerfisins býður upp á flestar viðbætur og aðrar sér-útfærslur, án þess að ógna öryggi vefsíðunar. Þess vegna hentar kerfið jafnt í minni upplýsingavefi sem og stórar vefsíður með mikið af viðbótum, og sér-tengingum.

Okkar Markmið

Okkar Aðal Markmið

Að smíða vefsíður sem viðskiptavinir okkar geta verið stoltir af. Vefsíður sem auðvelda þeim aðgengi og að sækja til nýrra markhópa. Með hjálp nýjustu greiningartóla bjóðum við upp á stöðu og þarfagreiningar á vefumferð. Oft getur slík úttekt í byrjun aukið árangur og velgengni vefsíðunnar.

Árangur er líka hægt að sækja í gegnum greiningar- og markaðstól eins og Google Analytics, Meta Busisness Suite og margt fleira.

Bókaðu Samtal

Hafðu samband og bókaðu fund/símtal

Scroll to Top